Biðröð Mistaka lyrics

by

Hatari


[Verse 1]

Aragrúi vonlausra væntinga
Eins og óútfyllanlegt eyðublað
Ótæmandi listi vonbrigða, sjálfsvorkunar
Vottaður stimpli fyrirlitningar
Dagur sérhver, biðröð mistaka
Biðröð mistaka

[Verse 2]

Reginskari hálfreyndra hugmynda
Eins og ástarbréf ofan í tætara
Ævistarfi raðað í kompuna, neðstu hilluna
Ólesnir, rykfallnir doðrantar
Dagur sérhver, biðröð mistaka
Biðröð mistaka

[Chorus]

Nauðbeygður opnarðu augun
Þú vissir aldrei að ég elska þig
Þú varst hatari
Þrálátur en samt svo þögull
Hrópandinn í eyðimörkinni
Þú hataðir
[Outro]

Biðröð mistaka

Eins og ástarbréf ofan í tætara
Aragrúi, aragrúi vonlausra væntinga
Biðröð mistaka
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net