Leiðin okkar allra lyrics

by

GDRN


[Vísa 1]
Ég ætla mér, út að halda
Örlögin valda því
Mörgum á ég, greiða að gjalda
Það er gömul saga og ný

[Vísa 2]
Guð einn veit, hvert leið mín liggur
Lífið svo flókið er
Oft ég er, í hjarta hryggur
En ég harka samt af mér

[Vísa 3]
Eitt lítið knús, elsku mamma
Áður en ég fer
Nú er ég kominn til að kveðja
Ég kem aldrei framar hér

[Vísa 4]
Er mánaljósið, fegrar fjöllin
Ég feta veginn minn
Dyrnar opnar draumahöllin
Og dregur mig þar inn

[Vísa 5]
Ég þakkir sendi, sendi öllum
Þetta er kveðja mín
Ég mun ganga á þessum vegi
Uns lífsins dagur dvín
Ég mun ganga á þessum vegi
Uns lífsins dagur dvín
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net