Sofa urtubörn lyrics

by

Hafdís Huld



Sofa urtubörn á útskerjum
Vellur sjór yfir þau
Og enginn, enginn, enginn þau svæfir

Sofa kisubörn á kerhlemmum
Þau murra og mala
Og enginn, enginn, enginn þau svæfir

Sofa Grýlubörn á grjóthólum
Þau urra og ýla
Og enginn, enginn, enginn þau svæfir

Sofa bolabörn á báshellum
Hafa moð fyrir múla
Og enginn, enginn, enginn þau svæfir

Sofa mannabörn í mjúki rúmi
Þau hía og kveða
Og pabbi, pabbi, pabbi þau svæfir
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net